Frá heimsmeistaramóti í Berlín

Máni Hilmarsson keppti í T2 í dag og fékk 6,38 í einkunn, hefur hann því lokið keppni á mótinu þar sem einkunn dugði ekki inn í úrslitin. Er honum óskað til hamingju með þátttöku sína á mótinu. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti f. Innri-Skeljabrekku gerðu sér lítið fyrir í F1 og komust í A úrslit með einkunnina 7.0. Knapa Sprota og eigendum hans, þeim Þorvaldi og Dagný á Innri-Skeljabrekku er óskað til hamingju og jafnframt góðs gengis á sunnudaginn.