Heimsmeistaramótið í Berlín

Einn félagi okkar, Máni Hilmarsson, er meðal keppenda í landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í Berlín sem stendur út þessa viku. Hann keppti á hryssunni Lisbet frá Borgarnesi í fjórgangi V1 í dag og hlaut einkunnina 5,80. Hann er einnig skráður til leiks í tölti T2. Eins og kunnugt er varð hann heimsmeistari í fimmgangi F1 ungmenna á síðsata móti en nú er hann kominn í flokk fullorðinna. Er honum óskað góðs gengis í T2 síðar í vikunni.

Myndin er tekin á firmakeppninni í vor.