Framboð eða tilnefningar til trúnaðarstarfa

Nú styttist í það að til aðalfundar verði boðað. Reikna má með að hann verði haldinn seinni hluta nóvembermánaðar, en skv. lögum félagsins á að halda hann fyrir 1. des. Fyrir fundinn þarf að vera búið að manna allar stöður, bæði í stjórn og nefndum en um fjölmörg embætti er að ræða. Því eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, hvort heldur sem er í stjórn eða nefndir félagsins. Endilega ekki hika við að senda ábendingar eða framboð á borgfirdingur@borgfirdingur.is og þeim verður komið til uppstillingarnefndar félagsins.