Rafveita í Vind – og Selási

Eins og hesthúseigendur í Borgarnesi vita er nú verið að leggja nýja rafveitu Rarik í hesthúsahverfið og þegar nýja veitan verður tekin í notkun á næstu vikum verður gamla veita hestamanna aflögð. Rarik tekur þá við húsanotkuninni en Borgarbyggð við götulýsingunni. Framkvæmdir við nýja veitu er á forræði Borgfirðings en gegn því fékkst 50% afsláttur af heimtauga- og mælagjaldi. Stefán Ingi Ólafsson rafvirki annast verkið af hálfu Borgfirðings.

Fundur var haldinn með hesthúseigendum 27. ágúst sl. þar sem staða málsins var kynnt og gerð grein fyrir áætluðum kostnaði sem hesthúseigendur þurfa að greiða vegna nýju veitunnar.
Áætlaður kostnaður við mælakassa, búnað þeirra, uppsetningu og tengingu við stofn er þessi:
2 mæla kassi um 250.000
4 mæla kassi um 320.000
6 mæla kassi um 400.000

Það skal ítrekað að þetta er áætlun en endanlegur kostnaður fer t.d. eftir því hversu mikið eða lítið verk það er að koma fyrir kössum og því sem honum fylgir við hvert hús. Þannig að þessar áætluðu tölur geta hækkað eða lækkað. Þá eiga hesthúseigendur eftir að greiða til Borgfirðings eitt mælagjald á hvert hús eða um 31.300 sem verður rukkað inn núna á næstu dögum.

Allt inn í hesthúsunum er mál hesthúseigendanna og þeir þurfa sem fyrst og í síðasta lagi 25/9 nk. að skila yfirlýsingu rafvirkjameista til Stefáns Inga um það að það sé í lagi með raflagnir í hesthúsunum og því sé óhætt að tengja þau við nýju veituna. Stefnt er að því að tengja öll hesthúsin við veituna á sama tíma sem verður vonandi um mánaðarmótin september/október.

Hugsanlega verða sendir út á næstu dögum reikningar fyrir um 50% af áætluðum kostnaði en lokareikningur verður sendur þegar endanlegar kostnaðartölur liggja fyrir.

Áður en hægt verður að tengja hesthúsin við nýju veituna þurfa allir hesthúseigendur að hafa greitt að fullu þann kostnað sem breytingum þessum fylgja sem og að vera skuldlausir við rafmagnssjóð félagsins.

Stjórn Borgfirðings