Framhaldsaðalfundur

Aðalfundarboð

 

Framhaldsaðalfundur Hestamannafélaganna Faxa og Skugga, fyrir starfsárið
2017 , verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2018, kl. 20:30, í
Félagsheimilinu við Vindás, í Borgarnesi.

 

Fyrri fundum félaganna lauk með samþykkt tillögu um sameiningu
félaganna og er þetta því fyrsti fundur sameinaðs félags.

 

Dagskrá verður skv. eftirfarandi:

 

1.     Fundarsetning
og kjör starfsmanna fundarins

2.     Laga­breytingar
Ný lög hins sameinaða félags

3.     Kosning
stjórnar, skoðunarmanna og nefnda.

4.     Fé­lags-
og haga­gjöld

5.     Önnur
mál – kynning á 5 völdum nöfnum úr nafnasamkeppni.

6.     Fundi
slitið

 

Á fundinum verða borin upp
ný lög fyrir hið sameinaða félag og liggja þau lög fyrir á heimasíðum
félaganna;
www.hmfskuggi.is og www.http://faxaborg.123.is

 

Fyrirhuguð er rafræn kosning
um nafn á hinu nýja félagi og verða fimm nöfn, sem koma til greina, kynnt á
aðalfundinum.  Eingöngu félagsmenn með
virkt netfang geta tekið þátt í kosningu um nýja nafnið og því er mikilvægt að
félagar tryggi að netfang þeirra liggi fyrir hjá félögunum, ekki seinna en á framhaldsaðalfundinum.

(Athugið að einungis er hægt
að greiða eitt atkvæði á hverju netfangi).

 

Kaffiveitingar í boði nýja félagsins.

 

Stjórn
Hmf. Skugga og

Stjórn
Hmf. Faxa