Gæðinga – og úrtökumót Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir FM verður haldin laugardaginn 12 Júní.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga, barna, unglinga og ungmennaflokki.
Búið er að opna fyrir skráningu í Sportfeng og kostar 4000 í A og B flokk en 3000 yngri flokkana.
Kvittun fyrir greiðslu sendist á dorisigurkarlsson@gmail.com
Pollaflokkur verður einnig á sínum stað og skráning i hann er á idunnsvansdottir@gmail.com
Síðasti skráningardagur er mið 9.júní.
Vakin er athygli á þeim reglum LH sem gilda um eignarhald hrossa og þátttökurétt. Hestar sem keppt er á í barna – unglinga – og ungmennaflokkum verða að vera í eigu félagsmanna í Borgfirðingi.