Gæðingamót – viðbót

Ákveðið hefur verið að bæta við gæðingamótið næsta laugardag einum keppnisflokki, flokki C. Hann er ætlaður byrjendum í keppni og segir svo um hann í lögum LH.

„C flokkur gæðinga
Knapi og hestur sem keppa í C flokki geta ekki líka keppt í A eða B flokki á sama móti. Ekki skal
keppt í C flokki á Landsmótum. Þessi flokkur er hugsaður fyrir minna vana keppendur. Þessi grein
er hringvallargrein. Pískur er leyfður í þessari grein.
Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet, tölt og/eða brokk og stökk. Sýni keppandi bæði brokk og tölt
er einkunn fyrir betri gangtegundin notuð. Einkunnir skulu gefnar á gæðingaskala frá 5-10, þar
sem talan 5 er grunntala og jafngildir núlli.“

Annað: Mótið er lokað mót sem þýðir það að það er einungis opið félagsmönnum. Eru félagsmenn hvattir til þess að skrá sig til leiks – gæðingamót eiga sér langa sögu og hafa sérstöðu umfram íþróttamót sem unnið hafa á í vinsældum. Í A og B flokkum er það hesturinn sem keppir til verðlauna – ekki knapinn.