Í aðdraganda aðalfundar

Nú er um að gera fyrir þá sem vilja bjóða sig fram að senda línu á borgfirdingur@borgfirdingur.is.

Öllum framboðum og ábendingum verður komið til uppstillingarnefndar.

Nú fer að líða að aðalfundi félagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 19. nóvember n.k. . Fyrir fundinn þarf að vera búið að manna stjórn og allar nefndir.
Í stjórn vantar í eftirfarandi embætti;

Formaður (núverandi formaður gefur ekki kost á sér)

Gjaldkeri (núverandi gjaldkeri gefur ekki kost á sér)

Meðstjórnendur.

Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja hafa áhrif að bjóða sig fram til starfa í stjórn eða nefndum. Áhugasamir geta sent framboð eða tilnefningar á netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is

Stjórn Borgfirðings.