Selás ehf

Einkahlutafélagið Selás ehf er félag í 100% eigu Hmf. Borgfirðings og leigir félagið Faxaborg af eiganda hússins, Faxaborg ehf. en það félag er í eigu Borgarbyggðar, Hmf. Borfisrðings og Hrossarættarsambands Vesturlands. Á aðalfundi Selás ehf sem haldinn var fyrir skömmu tóku eftirtaldir sæti í nýrri stjórn félagsins. Hrefna B. Jónsdóttir formaður, Dagný Sigurðardóttir gjaldkeri, Kristján Gíslason ritari og Oddur Björn Jóhannsson meðstjórnandi. Varamenn eru Reynir Magnússon, Sigurþór Ágústsson, Þórdís Arnardóttir og Flemming Jessen. Það er ljóst að mikið og vandasamt starf bíður nýrrar stjórnar á komandi mánuðum sem hún vonandi getur leitt farsællega. Gjaldskrá þarfnast gagngerðar endurskoðunar og verður hún uppfærð innan tíðar. Sama á um umgengnis – og aðgengisreglur.