Í kjölfar samkomubanns

Þar sem sett hefur verið á samkomubann frá og með mánudegi er óhjákvæmilegt annað en dagskrá vetrarins raskist verulega hjá félaginu og öðrum þeim sem áætluðu að halda viðburði í Faxaborg og væntanlega líka í félagsheimilinu.  Ljóst er að fella verður niður mót, bæði í Vesturlandsdeild og eins fer KB- mótaröðin vart af stað fyrr en banninu verður aflétt. Má reikna með því að það standi fram í miðjan apríl. Kvennatölt og Vesturlandssýning gætu líka raskast. Ekki er þó talin þörf á því að breyta dagsskrá námskeiða enda eru þar færri saman komin. Verða þau því með óbreyttu sniði skv. áætlun. Ennfremur er höllin opin fyrir korthafa líkt og verið hefur. Eru notendur þó beðnir um að sýna fyllstu aðgæslu – ætlunin er að handspritt verði aðgengilegt við inngang og því geta notendur sprittað hendur sínar við inn – og útgöngu. Spritt virkar hins vegar bara á hreinar hendur.

Vonandi hafa þessar aðgerðir á landsvísu það í för með sér að það hægist á útbreyðslu COVID19 veirunnar svo þessar aðgerðir stjórnvalda nái tilgangi sínum.

En við hestamenn höldum áfram að ríða út og njóta hrossa okkar – engin ástæða til annars með hækkandi sól og batnandi veðri.