Sýnikennsla í Faxaborg

Sýnikennsla Faxaborg 20. mars kl 20. Sigvaldi Lárus Guðmundsson, skeið og þjálfun þess

Sigvaldi starfar á Kvistum sem umsjónarmaður og aðal- þjálfari búsins. Sigvaldi hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur víðtæka reynslu í tamningum, þjálfun og kennslu. Sigvaldi er metnaðarfullur þjálfari með hestvænar aðferðir að leiðarljósi og leitar ávalt eftir góðu samstarfi við hestinn.

Sigvaldi mun mæta með tvö hross og fara yfir þjálfun þeirra ásamt því að leggja áherslu á skeið og þjálfun þess. Aðgangur 1500 kr Faxaborg 20. mars kl 20