KB – Mótaröðin

Þá liggur fyrir að KB mótaröðin verður haldin í vetur líkt og undanfarna vetur. Búið er að setja niður dagsetningar og keppnisgreinar. Keppt verður í þremur flokkum fullorðinna, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokki.  Dagsetningarnar eru eftirfarandi:

7. mars – Fjórgangur í öllum flokkum.

21. mars – Tölt og skeið (í gegn um höllina).

4. apríl – Fimmgangur og Þrígangur (2. fl, unglingaflokkur og barnaflokkur)

Þessi mót eru öll styrkt af Kaupfélagi Borgfirðinga.

Er nær dregur verður hvert mót auglýst sérstaklega.

Er það von mótanefndar að allir geti fundið sér keppnisgrein og flokk við hæfi.