Vefur um hestamennsku

Vert er að vekja athygli á vefnum hestamennska.is . Honum er haldið úti af félaga í Borgfirðingi, Ásdísi Haraldsdóttur í Álftanesi. Þarna er að finna „allskonar“ um hestamennsku, viðtöl og fræðsluefni um flest það sem að hestamennsku lítur. Eru allir hvattir til að skoða þennan vef og fræðast af honum. Þetta er flott framtak og þarft hjá Ásdísi. Hér er safnað saman á einn stað miklum og gagnlegum upplýsingum og fróðleik.