Kennslusýning í Faxaborg

Vinnusýning með Benedikt Líndal Tamningameistara miðvikudaginn 27.október kl. 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi
Þema kvöldsins: Vinna með unga hesta.
Benedikt kemur með nokkur hross og leiðir áhorfendur í gegnum fróðlegt og skemmtilegt vinnuferli með þau. Þetta eru ung hross á mismunandi stigum ásamt vinnuhesti og vinnusýningin stendur í rúma tvo klukkutíma með hléi.
Aðgangseyri 1500 kr á mann og frítt fyrir 12 ára og yngri.