Föstudaginn 29. apríl fer fram lokakvöld Vesturlandsdeildarinnar og það má svo sannarlega búast við veislu Keppt verður í skeiði í boði Hestaflutninga B. Kóngs og svo í tölti T1 í boði Export-hesta.
Byrjað verður á 100 m skeiði kl 18:00 og er það utanhúss en töltkeppnin hefst kl 19:30inni í reihöll.
Að keppni lokinni verður lokahóf og munu verða atriði í reiðhöllinni sem enginn má missa af , tónlist , verðlaunaafhendingar og hestatengd atriði
Aðgangseyrir á lokakvöldið okkar eru litlar 2000 krónur en frítt er inn fyrir 12 ára og yngri.
Hægt verður að kaupa veitingar á staðnum
Komum saman, gleðjumst og skemmtum okkur
Fyrir þá sem komast alls ekki í stúkuna þá verður viðburðinum að sjálfsögðu streymt á alendis.tv