Mót Borgfirðings 2020

Nú er búið að ákveða og raða niður mótum sumarsins, en mótaskráin fór öll úr skorðum af ástæðum sem öllum eru kunnar. Öll innimót féllu niður og því er þess að vænta að knapar séu orðnir mótaþyrstir.

Fyrsta mótið verður s.k. Startmót Borgfirðings og verður það haldið sunnudaginn 7. júní n.k. og hefst kl. 12. Keppt verður í töltgreinum í öllum flokkum – 100. m. skeiði og nýhestaflokki en það er flokkur fyrir þá sem aldrei hafa keppt, þ.e. hesta.

Pollaflokkur – bæði sjálfir og teymdir

Barnaflokkur – Tölt T7

Unglingaflokkur – Tölt T3

Ungmennaflokkur – Tölt T3

2. flokkur – Tölt T3

1 flokkur – Tölt T3

Opinn flokkur – Tölt T1

Nýhestaflokkur – 1 hr. tölt – 1. hr.  frjáls gangt.

100 m. sprettskeið

13. og 14. júní – Bikarmót vesturlands – gæðingakeppni (auglýst síðar)

11. og 12. júlí – Opin íþróttakeppni (auglýst síðar).