Opið íþróttamót Borgfirðings

Hestamannafélagið Borgfirðingur

Opið íþróttamót Borgfirðings

Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur opið íþróttamót á félagssvæði sínu við Vindás 11. og 12. Júlí n.k.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Opinn flokkur – meistaraflokkur: T1, T2, V1, F1, F2, PP1

Opinn flokkur: P2 (100m. skeið – allir flokkar)

Opinn flokkur 1. Flokkur: T3, T4, V2, F2, PP1

Opinn flokkur: 2. Flokkur: T7, V5

Ungmennaflokkur: T3, V2, F2, PP1

Unglingaflokkur: T3, V2,

Barnaflokkur: T7, V5

Pollaflokkur: – Skráning í tölvupósti.

Skráningargjald er kr. 4.000.- pr. grein í öllum flokkum nema frítt í barnaflokki –

Skráningarfrestur er til kl. 24 þriðjudaginn 7. júlí – ef skráning berst eftir að fresti líkur er gjaldið tvöfalt.

Mótanefnd áskilur sér rétt til þess að fella niður greinar eða sameina flokka  ef skráning fer niður fyrir 4 í grein. Miðað er við að forkeppni fari fram á laugardag en öll úrslit og skeiðgreinar á sunnudag.

Nánari upplýsingar gefur Tinna Rut S: 691-7222 –  Aðstoð við skráningar, Kristján s: 898-4569. Fyrirspurnir skal senda á borgfirdingur@borgfirdingur.is

Mótanefnd.