Frá Íslandsmóti barna – og unglinga á Selfossi

Borgfirðingur átti tvo keppendur á Íslandsmóti barna – og unglinga sem haldið var á Selfossi á dögunum. Voru þetta þær Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Kristín Eir Hauksdóttir Holaker. Var árangur þeirra hinn glæsilegasti – Kristín Eir sigraði fimi barna og Kolbrún Katla sigraði fjórgang unglinga og varð í þriðja sæti í tölti unglinga. Sérdeilislega glæsilegur árangur hjá þeim. Tveir Íslandsmeistaratitlar í Borgarfjörðinn. Hestamannafélagið sendir þessum glæsilegu fulltrúum félagsins innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur.