Rafveitan í Vindási og Selási

Rafveita Rarik í hesthúsahverfinu í Borgarnesi:

Nú eru allir mælakassar komnir á hesthúsin og mælar í þá. Því er hægt að tengja hesthúsin við nýju rafveituna þegar rafvirki hvers hesthúss eða hesthússeiningar hefur sótt um tengingu og þar með staðfest að það er í lagi með raflagnir inn í húsinu. Gömlu rafveitunni verður lokað 10. desember 2019 þannig að þau hús sem þá hafa ekki verið tengd við nýju veituna verða þá straumlaus. Því er mikilvægt að hesthúseigendur klári sem fyrst tengingu við nýju rafveituna.

Þeir sem ekki hafa greitt þá reikninga sem Borgfirðingur hefur sent út vegna framkvæmdanna eru beðnir um að gera það sem fyrst.