Aðalfundur hmf. Skugga var haldinn 30.11. Var hann fjölsóttur, Þar var tillaga vinnuhóps um sameiningu Faxa og Skugga á dagskrá ásamt fleirum liðum sem tilheyra aðalfundi. Formaður flutti skýrslu stjórnar og reikningar voru kynntir og bornir upp til samþykktar. Mána Hilmarssyni var veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur sinn á árinu. Var það mynd máluð af Jósefínu Morell á Giljum, Ennfremur gerðu nefndir grein fyrir starfi sínu. Þá var tillagan um sameininguna kynnt og tekin til afgreiðslu sem var skrifleg. Engar umræður urðu um tillöguna. 64 greiddu atkvæði og fór atkvæðagreiðslan þannig – 52 sögðu já, nei sögðu 10 og auðir seðlar voru 2. Að niðurstöðu fenginni var aðalfundi frestað þar til síðar. Nú tekur við vinna við sameininguna í takt við niðurstöður vinnuhópsins en þær er að finna í greinargerð sem fylgdi tillögunni, sjá neðar.