Staða mála í Covid19

Það hefur ekki farið framhjá neinum að afar erfitt er að halda úti eðlilegu félagsstarfi þessa dagana og mánuðina undangengna. Skv. lögum félagsins á að halda aðalfund fyrir 1. des. Eins og staðan er núna er það vandséð að það verði hægt nema fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir verði mikið rýmkaðar. Við þessu er víst ekkert að gera og eiga fleiri við þann vanda að stríða. En þrátt fyrir þetta allt er Faxaborg opin fyrir korthafa – kannski lán að þetta er rólegasti tíminn þannig að ekki reynir mjög á sóttvarnarreglur. Notendur eru þó eindregið hvattir til að gæta allrar varúðar. Nú er hægt að fá leigðar stíur í hesthúsi Faxaborgar til skamms tíma. Er það góður kostur fyrir þá sem þurfa góða inniaðstöðu í takmarkaðan tíma. Pantanir sendist á borgfirdingur@borgfirdingur.is