Frá meistaramóti Íslands á Hellu

Meistaramót Íslands var haldið á dögunum á Hellu. Var það opið gæðingamót. Kristín Eir Hauksdóttirt Holaker keppti þar í barnaflokki og gæðingatölti 17 ára og yngri. Var árangur hennar mjög góður – varð í 5 sæti í barnaflokki á Ísari f. Skáney og varð í 2. sæti í gæðingatölti 17 ára og yngri á Sóló f. Skáney. Myndin er af verðlaunaafhendingu f. gæðingatöltið. Er henni óskað til hamingju með flottan árangur.