Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum lauk í dag. Árangur Skuggafélaga var góður, sérstaklega stóðu ungmennin sig vel. Uppskeran var þrjú silfur og eitt brons.
Húni Hilmarson og Gyðja f. Hlemmi III 2. sæti í gæðingaskeiði
Þorgeir Ólafsson og Ögrunn f. Leirulæk 2. sætið í 100 m. skeiði
Þorgeir Ólafsson og Hlynur f. Haukatungu-Syðri 2 3. sætið í tölti T4
Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi 2. sæti í fimmgangi F1.
Máni og Prestur voru auk þessa valinn í landsliðið sem keppir á HM í Hollandi núna í ágúst. Frábær árangur hjá þeim og skemmtilegt verkefni framundan.
Til hamingju bræður og frændur með frábæran árangur.