Uppfærð gjaldskrá fyrir Faxaborg

Stjórn Selás ehf samþykkti nýlega breytingar á gjaldskrá Faxaborgar. Óhjákvæmilegt var að hækka gjaldskrána enda hefur hún verið óbreytt í nokkur ár. Árskort kostar nú 30 þús. Gjaldskrána er að finna á heimasíðu Faxaborgar (faxaborg.is). Stjórnin er að vinna að því að kortleggja reksturinn. Kann það að taka einhvern tíma, en stjórnin er einhuga um að koma honum á réttan grundvöll.

Því er beint til notenda að fara eftir þeim einföldu reglum sem gilda um umgengni í Faxaborg.

Vert er að minnast á það að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn til íþróttaiðkunar – Árskort í Faxaborg fellur þar undir, en gjaldkeri úrbýr reikninga fyrir þá sem þurfa í þessu skyni.