Vegna hlýinda undanfarna daga viljum við koma á framfæri við félagsmenn að vinsamlegast ekki nota reiðvegina okkar undir hrossarekstur og minnka notkun vallarins eins og hægt er, tökum tillit til hvors annars og höfum að leiðarljósi að halda reiðvegunum og okkar frábæru aðstöðu í topplagi.
Við viljum heyra í þér
Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að gefa félagsmönnum kost á því að koma sínum skoðunum á framfæri, hvetjum ykkur til að senda okkur línu á netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is Ef þið hafið eitthvað sem þið viljið að við komum á framfæri til nefnda félagsins eða hvað sem þið viljið að við tökum fyrir á næsta fundi og fá svör við þá endilega …
Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024
Kjör Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024 fór fram sunnudaginn 19 janúar í Hjálmakletti. Borgfirðingur átti þar fulltrúa á meðal 10 efstu Flosa Ólafsson viljum við óska honum innilega til hamingju með það. Að þessu sinni kom það í hlut Borgfirðings að sjá um viðburðinn og veitingar hafi þau Friðrika og Eyþór kærar þakkir fyrir að taka þetta að sér fyrir hönd Borgfirðings
Aðalfundarboð
Aðalfundur Hestamannafélags Borgfirðings verður haldinn í Félagsheimilinu Vindási fimmtudaginn 14.nóvember kl 20 Dagskrá fundarins: Fundarsetning Kjör starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins til samþykktar Skýrslur nefnda Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og afgreiðslu á ársreikningum. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár verður lögð fram Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda Ákvörðun um félagsgjöld og …
Minningarorð
Í dag er borin til hvíldar heiðursfélagi Borgfirðings Ólöf K. Guðbrandsdóttir. Hestamannafélagið Borgfirðingur kveður kæran félaga og þakkar hennar framlag til hrossaræktar. Með mikilli einurð og dugnaði hefur Olla sinnt hrossarækt frá unga aldri. Erfitt er að gera uppá milli þeirra höfðinga sem eru úr hennar ræktun má þó nefna Aðal frá Nýja-Bæ sem lifir húsmóður sína og öðlinginn Skjanna …
Íþróttamaður Borgfirðings
Búið er að gera tillögur að reglum um tilnefningu til Íþróttamanns Hestamannafélagsins Borgfirðings. Stjórnin biður félagsmenn að fara yfir þær og koma með ábendingar ef þurfa þykir. kv stjórnin íþróttamaður Borgfirðings
Knapaþjálfun – reiðnámskeið
Knapaþjálfun – Reiðnámskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttir helgina 16/17 Mars Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að bæta sig. Þegar kemur að knöpunum sjálfum …