Námskeið f. börn, unglinga og ungmenni

Námskeið hjá Súsönnu Sand Síðasti skráningardagur er á fös 7 jan 😊 Súsanna Sand reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, íþrótta og gæðingakeppnisdómari. Mun koma i vetur í Borgarnes og halda reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og ungmenni í félaginu, Hún hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á …

Breytingar í rekstri Faxaborgar

Nú um áramótin var gerð sú breyting á rekstrarfyrirkomulagi Faxaborgar að Hestamannafélagið Borgfirðingur tekur við rekstri Faxaborgar og verður Selás ehf. sem er félag í eigu Borgfirðings og hefur verið leigutaki hússins frá upphafi, lagt niður. Því mun Sigurþór Ágústsson taka við skráningum og pöntunum í Faxaborg fyrst um sinn. Er hann með netfangið austurholt3@simnet.is . Þetta fyrirkomulag mun hafa …

Útför Gísla Höskuldssonar

S.l. laugardag, 18. desember, var jarðsunginn frá Reykholtskirkju Gísli Höskuldsson fá Hofstöðum í Hálsasveit. Hann var heiðursfélagi í Borgfirðingi, áður Faxa. Við athöfnina stóðu þrír félagar á gráum gæðingum heiðursvörð en grái liturinn var einkennandi fyrir hrossarækt Gísla. Félagið þakkar Gísla framlag sitt til hestamennskunnar og vottar fjölskyldu hans samúð.

Nýkjörin stjórn

Aðalfundur félagsins var haldinn í Hjálmakletti miðvikudaginn 24. nóvember og sátu rúmlega 30 félagar fundinn.  Á fundinum voru eftirtaldir kjörnir nýir í stjórn félagsins. Formaður var kjörinn Eyþór Jón Gíslason, aðrir nýir í stjórn eru Þórdís Arnardóttir, Rósa Björk Jónsdóttir og Sigurþór Ágústsson. Kjörnir til tveggja ára á síðasta fundi eru Haukur Bjarnason, Baldur Pétursson, Þóra Árnadóttir og Brynja Gná …

Aðalfundur Hmf. Borgfirðings

Uppfært 18.11.2021 – Vegna fjöldatakmarkana er fundurinn færður í Hjálmaklett þar sem þar er betri aðstaða til að koma við sóttvörnum. Verði reglur hertar frá því sem nú er má búast við að áætlanir raskist enn frekar. Boðað er til aðalfundar Borgfirðings miðvikudaginn 24. nóvember 2021. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og hefst hann kl. 20. Skv. 9. gr. laga …

Folaldasýning

Haldin verður folaldasýning föstudaginn 3. desember í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi. Húsið opnar kl 18:30 og mætir fyrsta folald í braut kl 19:00 Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda.  Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar. Skráningarfrestur er til föstudagsins 26. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar hjá Brynju Gná á …

Kennslusýning í Faxaborg

Vinnusýning með Benedikt Líndal Tamningameistara miðvikudaginn 27.október kl. 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi Þema kvöldsins: Vinna með unga hesta. Benedikt kemur með nokkur hross og leiðir áhorfendur í gegnum fróðlegt og skemmtilegt vinnuferli með þau. Þetta eru ung hross á mismunandi stigum ásamt vinnuhesti og vinnusýningin stendur í rúma tvo klukkutíma með hléi. Aðgangseyri 1500 kr á mann og …

Félagsfundur

Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar í félagsheimilinu við Vindás miðvikudaginn 6. október og hefst hann kl. 20. Félagar eru hvattir til að mæta en á dagskrá eru ýmis málefni félagsins og hvert stefna skuli á komandi starfsári. Nánari útlistun umræðuefna má finna á fb síðu félagsins.

Íþróttamót Borgfirðings

Íþróttamót Borgfirðings var haldið nú um helgina – forkeppni fór fram á laugardag en öll úrslit voru riðin á sunnudag. Gekk mótið afar vel fyrir sig undir röggsamri stjórn mótsstjóra, Randi Holaker, og þular, Ernu Sigurðardóttur, rétt um 100 skráningar voru og var keppt í fjölmörgum flokkum og greinum. Veðrið hefði raunar mátt vera betra á sunnudeginum en þá gekk …