Bikarmóti Vesturlands aflýst

Því miður hefur orðið að aflýsa Bikarmóti Vesturlands sem halda átti í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Ástæðan er sú að skráningar voru svo fáar við lok skráningarfrests að ekki var verjandi að fara af stað með mótið.

Það er ljóst að hestamanna bíður verðugt verkefni við það að greina orsakir lélegrar þátttöku hinns almenna félaga í keppnum undanfarið sem og finna þá leiðir til að bæta þar úr.