Fundur hesthúseigenda í Borgarnesi um rafmagnsmál

HESTHÚSEIGENDUR BORGARNESI

Hér með er boðað til fundar með hesthúseigendum í Borgarnesi og verður hann haldinn þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kl. 20:00 í félagsheimili Borgfirðings við Vindás Á fundinum verður gerð grein fyrir framkvæmdum, sem nú eru komnar af stað, við nýja rafveitu Rarik í hesthúsahverfinu í Borgarnesi og þeim kostnaðartölum sem nú eru þekktar og þeim kostnaði sem hesthúseigendur þurfa að greiða og liggur nú fyrir. Einnig verður farið yfir það sem hesthúseigendur þurfa að gera í sínum húsum. Mikilvægt að allir hesthúseigendur eða fulltrúar þeirra mæti á fundinn.

Stjórn Borgfirðings