Fjórðungsmót Vesturlands 2021

Dagana 7 – 11. júlí n.k. mun Fjórðungsmót Vesturlands verða haldið hér á félagssvæði Borgfirðings við Vindás. Stefnir allt í glæsilegt mót. Fyrir utan hefðbundna keppni gæðingamóta þá verður kynbótasýning þar sem keppnisrétt eiga efstu hross úr Norðvesturkjördæmi. Eins verður Landssýning kynbótahrossa hluti af mótinu sem og opin keppni í tölti og flugskeiði. Þar fyrir utan verður eitt og annað til skemmtunar og afþreygingar.