Tiltekt á rúlluplani við Vindás.

Tilkynning vegna rúlluplans – Til stendur einhvern næstu daga að taka til á rúlluplaninu. Eru þeir sem eiga hey á svæðinu og telja að það sé nýtanlegt beðnir um að merkja rúllurnar/stæðurnar með götu og húsnúmeri. Eins eru eigendur beðnir um að koma sjálfir til förgunar ónýtum rúllum/böggum því eitthvað er farið að safnast upp af slíku. Má ella búast við því að í næstu viku verði allt óskilahey fjarlægt sem og annað það sem þarna hefur safnast saman.