FM2021 – fimmti dagur 11.7.

Stutt samantekt frá lokadegi Fjórðungsmóts Vesturlands: Dagurinn var helgaður A úrslitum í öllum greinum gæðingakeppninnar. Frábært veður og glæsilegar sýningar einkenndu daginn og fjöldi fólks sat í brekkunni og naut þess sem fram fór.

Dagurinn byrjaði á A úrslitum í ungmennaflokki – þar var Ísólfur Ólafsson á Blæ f. Breiðholti Gbr. okkar fulltrúi og hlaut hann 7. sætið. Sigurvegari var Guðmar Freyr Magnússon Skagfirðingi á Eldi f. Íbishóli.

Í A úrslitum A flokks áttum við einn fulltrúa. Var það Melódía f. Hjarðarholti setin af Elínu Magneu Björnsdóttur og hlutu þær 6. sætið. Sigurvegari var Adrían f. Garðshorni á Þelamörk og Daníel Jónsson.

Í barnaflokki átti Borgfirðingur þrjá keppendur í A úrslitum. Embla Moey Guðmarsdóttir á Skandal f. Varmalæk 1 sigraði örugglega, Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Ísari f. Skáney varð í þriðja sæti og Aþena Brák Björgvinsdóttir á Hrafntinnu f. Lárkoti varð í fjórða sæti. Frábær árangur þar.

Í A úrslitum unglingaflokks átti Borgfirðingur einnig þrjá keppendur. Kolbrún katla Halldórsdóttir á Sigurrós fæ Söðulsholti varð í 5. sæti, Kristín karlsdóttir og Smyrill f. Vorsabæ II í 7. sæti og Aníta Eik Kjartansdóttir á Rökkurró f. Reykjavík í því 8. Flottur árangur.

Í A úrslitum A flokks gæðinga átti Borgfirðingur tvo fulltrúa.  Forkur f. Breiðabólstað setinn af Flosa Ólafssyni  hlaut 3. sætið og Kastor f. Garðshorni á Þelamörk og Konráð Valur Sveinsson það fjórða. Sigurvegari A flokks var Kalsi f. Þúfum setinn af Mette Mannseth.