Íþróttamót Borgfirðings

Íþróttamót Borgfirðings var haldið nú um helgina – forkeppni fór fram á laugardag en öll úrslit voru riðin á sunnudag. Gekk mótið afar vel fyrir sig undir röggsamri stjórn mótsstjóra, Randi Holaker, og þular, Ernu Sigurðardóttur, rétt um 100 skráningar voru og var keppt í fjölmörgum flokkum og greinum. Veðrið hefði raunar mátt vera betra á sunnudeginum en þá gekk á með töluverðum rigningarskúrum. En knapar og starfsmenn létu veðrið ekki stoppa sig.

Pollaflokkur var á dagskrá laugardags – þar mættu 6 knapar 9 ára og yngri og sýndu færni sína á vellinum. Birna og Bjarni á Skáney veittu öllum þátttakendum í flokknum bikar fyrir þátttökuna. Eru þeim hjónum færðar þakkir fyrir stuðninginn sem og öðrum styrktaraðilum þessa móts.

Niðurstöður mótsins má sjá hér IS2021BOR257 – Allt_motid.