Frá aðalfundi Borgfirðings

Rétt rúmlega 80 manns sátu aðalfund Hmf. Borgfirðings 19.11.2019 – og var því þéttsetinn salurinn. Er ánægjulegt fyrir félagið að svo margir félagsmenn hafi séð sér fært að sækja aðalfundinn. Mun fundargerðin birtast hér innan  ekki langs tíma en á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins. Einungis tveir úr átta manna stjórn félagsins halda áfram en þeir voru kjörnir til tveggja ára á síðasta fundi. Nýr formaður er Ólafur Flosason og aðrir nýir í stjórn eru Halldór Sigurðsson, Sigríður Harpa Magnúsdóttir, Halldór Sigurkarlsson, Baldur Pétursson og Ingvar Þór Jóhannsson. Fyrir voru eins og áður sagði Haukur Bjarnason og Kristján Gíslason.