Íþróttamaður Borgfirðings

Á aðalfundi félagsins 19.11.2019 var lýst kjöri íþróttamanns Borgfirðings. Var það hún Kolbrún katla Halldórsdóttir en hún stóð sig frábærlega á mótum á árinu – m.a. reið hún til A úrslita bæði í fjórgangi og tölti í barnaflokki á Íslandsmóti í sumar. Er henni óskað til hamingju með þennan árangur og verður gaman að fylgjast með henni á keppnisbrautinni í framtíðinni.

Bikarinn er farandgripur sem gefinn var af Skáneyjarbúinu á aðalfundi félagsins 2018.