Frá Reykjavíkurmeistaramóti í Víðidal

Borgfirðingur átti þátttakendur á Reykjavíkurmeistaramóti sem hófst 29. júní og lauk 5. júlí. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker keppti m.a. í tölti T7 og var með í tveimur efstu sætum eftir forkeppni á Sóló og Ísari, báðum frá Skáney. Hún sigraði síðan T7 glæsilega á Sóló – Eins var Klara Sveinbjörnsdóttir í A úrslitum í fimmgangi F2 – opnum flokki og hlutu 3. sætið. Er þessum félögum óskað til hamingju með góðan árangur.