Opið íþróttamót Borgfirðings

Núna um helgina 10. – 12. júlí, verður haldið opið íþróttamót á velli félagsins við Vindás. Mjög mikil þátttaka er á mótinu, töluvert umfram væntingar, eða milli 230 og 240 skráningar. Af þeim sökum byrjar mótið föstudaginn 10. júlí kl. 16. Ráslista og dagskrá má finna á Kappa eða á fb síðu félagsins.