Hætt við gæðingamótið

Því miður hefur orðið að taka þá  ákvörðun að fella niður gæðingamótið sem halda átti á laugardaginn. Þegar skráningarfrestur rann út höfðu einungis 18 skráningar skilað sér í hús. Því var ekki annað að gera en taka þessa ákvörðun. Hér verður ekki farið út í það að greina ástæður þess að ekki fleiri hafi áhuga á því að keppa á gæðigamóti, kemur þar sjálfsagt margt til, en fleiri félög hafa orðið að fella niður sín gæðingamót í vor. Stjórn mun funda í næstu viku og verður þar væntanlega tekin einhver ákvörðun um framhald mótahalds í sumar. Þeir sem höfðu greitt skráningargjöldin eru beðnir um að senda bankaupplýsingar á netfangið gjaldkeri@borgfirdingur.is