Marteinn sæmdur Starfsmerki UMFÍ

Marteinn sæmdur Starfsmerki UMFÍ

Marteinn sæmdur Gullmerki UMFÍ

Hallbera Eiríksdóttir veitir Marteini Valdimarssyni Starfsmerki UMFÍ á 100. sambandsþingi UMSB í Hjálmakletti í Borgarnesi

Á 100. sambandsþingi UMSB var Marteinn Valdimarsson sæmdur Starfsmerki UMFÍ. Hallbera Eiríksdóttir veitti honum viðurkenninguna en Marteinn hefur verið ötull í starfi hestamannafélaga í yfir fimmtíu ár, í Glað, Skugga og nú Borgfirðingi. Marteinn hefur einnig sinnt félagsstörfum innan Landsambands Hestamanna og er nú í stjórn Reiðhallarinnar Vindáss ehf í Borgarnesi. Hann hefur unnið að reiðvegamálum á vegum Skugga og Borgfirðings sem og starfað að fjórðungs- og Íslandsmótum á Vesturlandi. Marteinn brennur fyrir félagastarfinu og vinnur ötullega að þeim. Við óskum Marteini innilega til hamingju.