Myndefni á WorldFeng

Félagið hefur keypt aðgang fyrir alla félagsmenn sína að því myndefni sem birt er á WorldFeng. Er hér um að ræða myndir frá eldri landsmótum og er sífellt að bætast við. Ef einhverjir eiga í erfiðleikum með að tengjast er velkomið að hafa samband við Þórdísi Arnardóttir fyrrum formann félagsins annað hvort á Facebook eða netfangið falkaklettur5@gmail.com . Mun hún koma því til leiðar að aðgangur verði virkjaður, eina sem hún þarf að vita er kennitala og netfang. En væntanlega eru flestallir félagar með virkan aðgang að WF. Til fróðleiks er rétt að minna á að allir félagar í Hmf. Borgfirðingi hafa aðgang að WF og er það innifalið í félagsgjöldum.