Þegar frost fer úr jörðu

Rétt þykir að benda á, þótt þarflaust virðist, að umferð vélknúinna ökutækja er algerlega bönnuð á reiðvegum og velli félagsins, sérstaklega þegar hlánar. Reiðvegir eru ekki byggðir upp með það burðarþol að unnt sé að aka þá við allar aðstæður, og allra síst þegar frost er að fara úr jörðu. Því miður sjást þess dæmi að út af bregði.