Reiðvegagerð

Nú er hafin vinna við lagningu reiðvegar milli Lindarholts og Ferjubakka og er það vonum seinna. Bætir þessi framkvæmd verulega úr brýnni þörf. Ennfremur má geta þess að Vegagerðin er að leggja nýjan reiðveg milli Hvítárvalla og Hvanneyrar í kjölfar mikilla vegaframkvæmda á þessari leið. Að loknum þessum framkvæmdum sé komin nokkuð góð reiðvegatenging milli Borgarness og Hvanneyrar, og svo auðvitað í allar áttir þaðan.