Sameiginleg sýnikennsla 1. febrúar

Við hjá Borgfirðing erum mjög rík af flottum reiðkennurum, en  fræðslunefndin hefur fengið  þau Denise, Guðmar, Heiðu Dís og Sofiu í lið með sér og  verða  þau  með sameiginlega sýnikennslu 1.feb í Faxaborg. Ætla þau að gefa sína vinnu og mun því innkoman renna óskipt til styrktar fræðslustarfi innan félgsins. Verðum einnig með happdrættismiðar  til sölu með mjög veglegum vinningum. …

Tilkynning vegna reksturs á hrossum

Stjórn hestamannafélags Borgfirðings sendir hér með tilkynningu vegna reksturs á hrossum í hesthúshverfinu í Borgarnesi. Nota skal svokallaðan Bjarnhólahring til rekstursins. Rekið skal fyrir hádegi sunnudaga, mánudaga miðvikudaga eða fimmtudaga. Gæta skal vel að umferð annarra hestamanna á meðan á rekstri stendur og ganga frá spottum og línum strax á eftir. Stjórnin

Lög hestamannafélags Borgfirðings

Flipinn sem vísar á lög hestamannafélagsins er óvirkur eins og er. Hægt er að sjá lögin hér þar til hann kemst í lag. Lög hestamannafélags Borgfirðings

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélags Borgfirðings verður í Félagsheimilinu Vindási þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl 20.00 Dagskrá fundarins: Fundarsetning Kjör starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins til samþykktar Skýrslur nefnda Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda ásamt afgreiðslu á ársreikningum Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna Kosning stjórnar, …