Keppnistímabilið: „Erum við á réttri leið?“

Keppnistímabilið: „Erum við á réttri leið?“ Opið málþing LH og FT í Léttishöllinni á Akureyri sunnudaginn 19.nóvember kl.14:00. Dómarar, keppendur, mótshaldarar og bara allir hestaáhugamenn hvattir til að mæta 🙂 Léttar veitingar í boði! http://www.lhhestar.is/is/moya/news/enginn-titill-11  

Frá MAST

B Ú S T O F N www.bustofn.is BÚSTOFN er vefur Matvælastofnunar (MAST) til að halda utan um dýraeftirlit og forðagæslu. BÚSTOFN nýtir sér skýrsluhaldsgagnagrunna Bændasamtaka Íslands …  Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil fyrir árið 2017 standa nú yfir. Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn/eigendur búfjár skila inn haustskýrslu um búfjáreign, fóður og landstærðir fyrir …

Sameining Faxa og Skugga – tillaga og greinaðgerð

Nú hefur nefnd sú er kjörin var að loknum síðustu aðalfundum félaganna tveggja skilað áliti sínu og er hér að finna tillögu að sameiningu og ítarlega greinargerð. Þessi tillaga ásamt greinargerðinni verður kynnt á férlagsfundi Skugga sem haldinn verður í félagsheimilinu miðvikudaginn 15. nóvember n.k. og hefst sá fundur kl. 20.  

Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands Verður haldinn 12. nóvember, kl. 14:00 í Hótel Borgarnesi Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsamband Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í opnum umræðum …

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.  Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des.. Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og sunnudagur 2 kennslustundir Námskeiðið samanstendur af: Bóklegt x 3 skipti Sýnikennsla x 3 skipti Verklegar kennslustundir x 15 skipti Innifalið …

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Ágætu hestamenn á Vesturlandi og víðar  Komið er að Hestamannafélaginu Skugga að halda árshátíð Vestlenskra hestamanna og er boðað til hennar hér með í félagsheimilinu Lyngbrekku laugardaginn 18. nóvember n.k. Þriggja rétta kvöldverður – skemmtidagskrá og dans með Einari Þór og Rikka fram á nótt. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald síðan kl. 20 undir öruggri veislustjórn varaformanns LH, Jónu …

Málþing um reiðvegamál

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgafjarðar í Borgarnesi.Málþingið hefst kl.10:00 á skráningu og morgunverði og lýkur um 15:30-16:00 með samantekt og útbúin áskorun um úrbætur í reiðvegamálum. Léttur hádegismatur verður í boði LH. Nánari dagskrá verður auglýst síðarFulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum …

Síðsumarferð Skugga

Áætlað er að fara síðsumarferð Skugga 25-27 Ágúst. Riðinn verður smá hringur og gist í Lambafelli aðfaranótt  laugardags og Torfhvalastöðum aðfaranótt sunnudags.   Skráning hjá Halldóru Jónasar  í Síma 8651052 eða Sandru Björk í síma 6983902. Kostnaði verður haldið í lágmarki og hann auglýstur síðar.   Ps  okkur vantar trúss, eldsneyti  og uppihald (matur og gisting) í boði. Ferðanefnd

Máni heimsmeistari

A úrslit í ungmennaflokki á HM2017 í Hollandi voru riðin í dag (laugardag). Þar komu Máni og Prestur inn með efstu einkunnina og gerðu þeir sér lítið fyrir og kláruðu verkefnið og er Máni því heimsmeistari ungmenna 2017. Skuggi sendir honum innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur. Þeir félagar eru ekki hættir því keppni í 100 m. skeiði er eftir …