HM í Hollandi

Máni Hilmarsson, félagi í Skugga, og Prestur f. Borgarnesi stóðu sig frábærlega í dag en þá tóku þeir þátt í forkeppni fimmgangs F1. Hlutu þeir einkunnina 6,43 og dugði hún vel til að skila þeim í fyrsta sæti ungmenna. Fara þeir því beint í A úrslit á laugardaginn. Þeir eru einnig skráðir til leiks í T2, gæðingaskeiði PP1 og 250 …

Bikarmót Vesturlands

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi.  Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður …

Þrjú silfur og eitt brons á Hólum

Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum lauk í dag. Árangur Skuggafélaga var góður, sérstaklega stóðu ungmennin sig vel. Uppskeran var þrjú silfur og eitt brons.  Húni Hilmarson og Gyðja f. Hlemmi III 2. sæti í gæðingaskeiði Þorgeir Ólafsson og Ögrunn f. Leirulæk 2. sætið í 100 m. skeiði Þorgeir Ólafsson og Hlynur f. Haukatungu-Syðri 2 3. sætið í tölti …

Íslandsmót yngri flokka á Hólum

Nú stendur yfir Íslandsmót yngri flokka á Hólum. Nokkrir Skuggafélagar eru þar skráðir til leiks. Bestum árangri hafa náð ungmennin Húni Hilmarsson á Gyðju frá Hlemmi III sem urðu í 2. sæti í gæðingaskeiði. Á morgun, sunnudag, keppa svo Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi í A úrslitum í F2, en þeir eru í þriðja sæti eftir forkeppni, og Þorgeir …

Streymi frá FM2017

Nú verður Fjórðungsmóti 2017 streymt í gegnum LH-TV.   Fylgstu með Fjórðungsmóti Vesturlands 2017 á https://www.oz.com/lh .  Upplagt fyrir þá sem ekki komast á mótið – og hægt að horfa aftur og aftur í einn mánuð.

Fjórðungsmót – ráslistar

Nú styttist verulega í það að leikar hefjist á Fjórðungsmóti Vesturlands 2017. Keppni á aðalvelli hefst kl. 9:30 á miðvikudag, 28. júní á forkeppni í ungmennaflokki. Dagskráin er nánar hér fyrir neðan.  Ráslistar miðvikudagsins 28.6. Ungmennaflokkur Tölt 17. ára og yngri B flokkur gæðinga.  Ráslistar fimmtudagsins 29.6. Unglingaflokkur Barnaflokkur A flokkur gæðinga Ráslistar föstudagsins 30.6. Tölt T1 – opinn flokkur

FM2017 – Dagskrá mótsins

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS  BORGARNESI 28. júní til 2. júlí 2017     Miðvikudagur 28. júní   Aðalvöllur: 08:30                           Knapafundur 09:30-12:00                 Ungmennaflokkur forkeppni 12:00-13:00                 Hlé 13:00-14:00                 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni 14:00-                          B flokkur gæðinga forkeppni                                     Hestar nr. 1-20                                     Hlé í 15 mín.                                     Hestar nr. 21-40                                     Hlé í 15 mín                                     Hestar nr. 41- …

FM 2017 – skráning í opnar greinar

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júní 2017.  Í gæðingakeppni eiga keppnisrétt félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Á mótinu verður einnig keppt í þessum greinum og er þar um opna keppni að ræða þ.e. allir geta tekið þar þátt: 1.       Tölt opinn flokkur 2.     …

FM 2017 – skráningar

Þá er komið að skráningu á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 og fer hún fram í gegnum SportFeng.  En mótið verður í Borgarnesi dagana 28/6 til 2/7 2017 í Borgarnesi.  Dagskrá verður send út síðar eða að loknum skráningarfresti þegar hægt verður að tímasetja keppnisgreinar með tilliti til fjölda í hverri grein.  En forkeppni í gæðingakeppni öllum flokkum verður líklega á miðvikudegi …