Sameining hestamannafélaga í Borgarfirði Þann 16. janúar s.l. var endanlega gengið frá sameiningu hestamannafélaganna Faxa og Skugga með því að haldinn var sameiginlegur framhaldsaðalfundur félaganna þar sem ný lög voru samþykkt og kosið var í stjórn og nefndir. Félagið hefur enn ekki hlotið nafn en félagsmenn munu kjósa, í rafrænni kosningu, milli fimm nafna sem valin voru úr innsendum tillögum. …
Framhaldsaðalfundur
Aðalfundarboð Framhaldsaðalfundur Hestamannafélaganna Faxa og Skugga, fyrir starfsárið 2017 , verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2018, kl. 20:30, í Félagsheimilinu við Vindás, í Borgarnesi. Fyrri fundum félaganna lauk með samþykkt tillögu um sameiningu félaganna og er þetta því fyrsti fundur sameinaðs félags. Dagskrá verður skv. eftirfarandi: 1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins 2. Lagabreytingar – Ný …
LH ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í AFREKSHÓP LH 2018
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018. Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu …
Hrossasmölun
Smölun á Borgargirðingunni fer fram laugardaginn 30. desember n.k. og hefst smölun kl. 11:00. Allir þeir sem eiga hesta í haustbeit, hjá Skugga, eru vinsamlegast beðnir um að mæta stundvíslega, klukkan 11:00, við hliðið á Borgargirðingunni og taka þátt í smöluninni. Þeir sem eiga hross í haustbeit á vegum Skugga, annarsstaðar en í Borgargirðingunni, skulu hafa samband við Ólaf Þorgeirsson, …
Nafn sameinaðs félags
Nafnasamkeppni! Vinnuhópur um sameiningu Faxa og Skugga, sem hefur það hlutverk að fylgja eftir samþykkt félaganna frá 30. nóv. s.l. um sameiningu Faxa og Skugga hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á félaginu. Af því tilefni óskum við eftir hugmyndum að nýju nafni á hestamannafélagið. Tillögum að nafni má skila á netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.janúar 2018. Öllum …
Sameining Faxa og Skugga
Aðalfundur hmf. Skugga var haldinn 30.11. Var hann fjölsóttur, Þar var tillaga vinnuhóps um sameiningu Faxa og Skugga á dagskrá ásamt fleirum liðum sem tilheyra aðalfundi. Formaður flutti skýrslu stjórnar og reikningar voru kynntir og bornir upp til samþykktar. Mána Hilmarssyni var veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur sinn á árinu. Var það mynd máluð af Jósefínu Morell á Giljum, Ennfremur …
Aðalfundarboð
Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið okt. 2016 – sept. 2017 , verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2017, kl. 20:30, í Félagsheimilinu við Vindás. Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins): 1. Fundsetning og kjör starfsmanna fundarins 2. Skýrsla stjórnar – (Umræða um skýrslu stjórnar) 3. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins – (Umræða um reikninga …
Kynningarfundur um sameiningu – myndir
Fundur til kynningar á tillögum sameiningarnefndar Faxa og Skugga var haldinn í kvöld, 15. nóv. í félagsheimili Skugga.
Keppnistímabilið: „Erum við á réttri leið?“
Keppnistímabilið: „Erum við á réttri leið?“ Opið málþing LH og FT í Léttishöllinni á Akureyri sunnudaginn 19.nóvember kl.14:00. Dómarar, keppendur, mótshaldarar og bara allir hestaáhugamenn hvattir til að mæta 🙂 Léttar veitingar í boði! http://www.lhhestar.is/is/moya/news/enginn-titill-11
Frá MAST
B Ú S T O F N www.bustofn.is BÚSTOFN er vefur Matvælastofnunar (MAST) til að halda utan um dýraeftirlit og forðagæslu. BÚSTOFN nýtir sér skýrsluhaldsgagnagrunna Bændasamtaka Íslands … Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil fyrir árið 2017 standa nú yfir. Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn/eigendur búfjár skila inn haustskýrslu um búfjáreign, fóður og landstærðir fyrir …