Marteinn sæmdur Starfsmerki UMFÍ

Marteinn sæmdur Starfsmerki UMFÍ

Á 100. sambandsþingi UMSB var Marteinn Valdimarsson sæmdur Starfsmerki UMFÍ. Hallbera Eiríksdóttir veitti honum viðurkenninguna en Marteinn hefur verið ötull í starfi hestamannafélaga í yfir fimmtíu ár, í Glað, Skugga og nú Borgfirðingi. Marteinn hefur einnig sinnt félagsstörfum innan Landsambands Hestamanna og er nú í stjórn Reiðhallarinnar Vindáss ehf í Borgarnesi. Hann hefur unnið að reiðvegamálum á vegum Skugga og …

Kvennatölt Borgfirðings

Kvennatölt Borgfirðings

Opið kvennatölt Borgfirðings 2022 verður haldið laugardaginn 2. apríl í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi. Boðið verður upp á 4 flokka og eru 2-3 saman í holli: Meistaraflokkur-T3 1.flokkur – T3 2.flokkur – T7 3.flokkur – T8 (stjórn hefur heimild til a sameina flokka ef ekki næst nóg skráning) 18ára aldurstakmark. Verð á hest er 3500kr. Þemað í ár er GULLLITAD og …

Minnum á félagsfund í kvöld kl 20

Stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings boðar til almenns félagsfundar í félagsheimilinu við Vindás þann 23.febrúar klukkan 20:00. Dagskrá fundarins; 1.Heimild til stjórnar að taka lán hjá Arion-banka að upphæð 4,5 millj. kr. gegn veði í félagsheimili félagsins. 2.Heimild til handa gjaldkera, Þórdísar Arnardóttur, að undirrita nauðsynleg skjöl vegna lántökunnar. 3.Veita stjórn heimild til að óska eftir því að Selási ehf. verði slitið. …

Íþróttamaður Borgfirðings Kristín EIr Hauksdóttir Holaker og Eyþór Jón Gíslason formaður Brgfirðings

Íþróttamaður Borgfirðings 2021

Í dag á KB mótinu voru veittar viðurkenningar fyrir Íþróttamann Hestamannafélagsins Borgfirðings fyrir árið 2021. – 1.Kristín Eir Hauksdóttir Holaker 2.Embla Móey Guðmarsdóttir 3.Kolbrún Katla Halldórsdóttir – Óskum þessum flottu og efnilegu stelpum innilega til hamingju með þennan flotta árangur

KB mótröðin 2022

Fyrsta mótið í KB mótarröðinni fer fram laugardaginn 19. febrúar. Keppt verður í B-flokk og riðin sérstök forkeppni líkt og gert er á landsmóti. Keppt er í eftirfarandi flokkum: 1.  flokkur 2. flokkur Ungmennaflokkur Unglingaflokkur barnaflokkur Pollaflokkur Búið er að opna fyrir skráningu inn á sportfeng.com. 3000 kr fyrir eldri flokka og 1500 kr barnaflokkur. Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. febrúar. …

Félagsfundur

Stjórn hestamannafélagsins Borgfirðings boðar til almenns félagsfundar í félagsheimilinu við Vindás þann 23.febrúar klukkan 20:00. Dagskrá fundarins; 1.Heimild til stjórnar að taka lán hjá Arion-banka að upphæð 4,5 millj. kr. gegn veði í félagsheimili félagsins. 2.Heimild til handa gjaldkera, Þórdísar Arnardóttur, að undirrita nauðsynleg skjöl vegna lántökunnar. 3.Veita stjórn heimild til að óska eftir því að Selási ehf. verði slitið. …

Námskeið f. börn, unglinga og ungmenni

Námskeið hjá Súsönnu Sand Síðasti skráningardagur er á fös 7 jan 😊 Súsanna Sand reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, íþrótta og gæðingakeppnisdómari. Mun koma i vetur í Borgarnes og halda reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og ungmenni í félaginu, Hún hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á …

Breytingar í rekstri Faxaborgar

Nú um áramótin var gerð sú breyting á rekstrarfyrirkomulagi Faxaborgar að Hestamannafélagið Borgfirðingur tekur við rekstri Faxaborgar og verður Selás ehf. sem er félag í eigu Borgfirðings og hefur verið leigutaki hússins frá upphafi, lagt niður. Því mun Sigurþór Ágústsson taka við skráningum og pöntunum í Faxaborg fyrst um sinn. Er hann með netfangið austurholt3@simnet.is . Þetta fyrirkomulag mun hafa …

Útför Gísla Höskuldssonar

S.l. laugardag, 18. desember, var jarðsunginn frá Reykholtskirkju Gísli Höskuldsson fá Hofstöðum í Hálsasveit. Hann var heiðursfélagi í Borgfirðingi, áður Faxa. Við athöfnina stóðu þrír félagar á gráum gæðingum heiðursvörð en grái liturinn var einkennandi fyrir hrossarækt Gísla. Félagið þakkar Gísla framlag sitt til hestamennskunnar og vottar fjölskyldu hans samúð.