Fundargerð aðalfundar 17.3.2021

Þá er hægt að finna fundargerð aðalfundar fyrir árið 2020 sem haldinn var 17. mars 2021 hér á síðunni undir „Fundargerðir og skjöl“ Þar er einnig að finna skýrslu stjórnar.

KB mótaröð – fyrsta mót

Fyrsta KB mótið af 3 verður haldið laugardaginn 13. Mars. Keppt verður í T7 í öllum flokkum úti á kynbótabrautinni. Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur 2. flokkur (minna vanir) 1. Flokkur 50 + flokkur Að þessu sinni er ekki liðakeppni en það verður einstaklingskeppni og telja öll mótin til stiga. Vegleg verðlaun frá Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir 5 efstu sæti i hverjum flokki …

Aðalfundur 2020 – haldinn 17. Mars 2021.

Boðað er til aðalfundar Hmf. Borgfirðings miðvikudaginn 17. Mars 2021. Verður hann að þessu sinni haldinn í Hjálmakletti og hefst kl. 20. Grímuskylda er á fundinum, en þó heimilt að taka hana niður í sæti. Gætt verður sóttvarnarreglna og fundaraðstöðu skipt í sóttvarnarhólf, reglum samkvæmt. Eru fundarmenn beðnir um að virða þær reglur sem koma til með að gilda á …

Námskeið 50+

Félagsmenn hvattir til að kynna sér þetta námskeið – og fleiri námskeið verða auglýst á næstunni.

FM 2021 í Borgarnesi

Undirbúningsnefnd að Fjórðungsmóti Vesturlands í hestaíþróttum hefur gengið frá ráðningu við hinn landsþekkta Magnús Benediktson sem framkvæmdastjóra fyrir mótið. Hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Spretts í Kópavogi en á nú og stýrir útgáfu Eiðfaxa. Fjórðungsmótið verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí í sumar. Hestamenn á Vesturlandi eru nú komnir á fullt við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd. …

Í upphafi árs

Hestamannafélagið Borgfirðingur óskar öllum félagsmönnum sínum og öðrum velunnurum gleðilegs árs og þakkar fyrir það gamla. Starfsemin varð nú ekki eins og til stóð á árinu 2020 en þó voru góðir dagar í sumar – þrjú glæsileg  mót voru haldin ásamt því að unnt var að ljúka námskeiðum sem byrjað var á í upphafi árs. Faxaborg var lokuð í 3 …

Félagsstarfið

Það hefur ekki enn gefist tækifæri til þess að boða til aðalfundar félagsins af þekktum ástæðum, og erum við ekki eina félagið sem á við þann vanda að stríða. Er ljóst að ekki verður af því fyrr en eftir 12. janúar í fyrsta lagi, fer auðvitað eftir þeim reglum sem taka þá við. Því hefur ekki verið kosið til stjórnar …

Faxaborg – opin á ný fyrir notendur

Af heimasíðu LH. Heilbrigðisráðuneytið hefur, frá og með 11. desember, veitt LH undanþágu frá reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og heimilað hestamönnum notkun reiðhalla með vísan í undanþáguheimild um að vernda líf og heilsu dýra. Í svari heilbrigðisráðuneytisins segir: „Í 7. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1223/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, segir að íþróttaæfingar einstaklinga fæddra …

Staða mála í Covid19

Það hefur ekki farið framhjá neinum að afar erfitt er að halda úti eðlilegu félagsstarfi þessa dagana og mánuðina undangengna. Skv. lögum félagsins á að halda aðalfund fyrir 1. des. Eins og staðan er núna er það vandséð að það verði hægt nema fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir verði mikið rýmkaðar. Við þessu er víst ekkert að gera og eiga fleiri við …

Frá meistaramóti Íslands á Hellu

Meistaramót Íslands var haldið á dögunum á Hellu. Var það opið gæðingamót. Kristín Eir Hauksdóttirt Holaker keppti þar í barnaflokki og gæðingatölti 17 ára og yngri. Var árangur hennar mjög góður – varð í 5 sæti í barnaflokki á Ísari f. Skáney og varð í 2. sæti í gæðingatölti 17 ára og yngri á Sóló f. Skáney. Myndin er af …