Haldin verður folaldasýning föstudaginn 3. desember í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi. Húsið opnar kl 18:30 og mætir fyrsta folald í braut kl 19:00 Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda. Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar. Skráningarfrestur er til föstudagsins 26. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar hjá Brynju Gná á …
Kennslusýning í Faxaborg
Vinnusýning með Benedikt Líndal Tamningameistara miðvikudaginn 27.október kl. 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi Þema kvöldsins: Vinna með unga hesta. Benedikt kemur með nokkur hross og leiðir áhorfendur í gegnum fróðlegt og skemmtilegt vinnuferli með þau. Þetta eru ung hross á mismunandi stigum ásamt vinnuhesti og vinnusýningin stendur í rúma tvo klukkutíma með hléi. Aðgangseyri 1500 kr á mann og …
Félagsfundur
Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar í félagsheimilinu við Vindás miðvikudaginn 6. október og hefst hann kl. 20. Félagar eru hvattir til að mæta en á dagskrá eru ýmis málefni félagsins og hvert stefna skuli á komandi starfsári. Nánari útlistun umræðuefna má finna á fb síðu félagsins.
Íþróttamót Borgfirðings
Íþróttamót Borgfirðings var haldið nú um helgina – forkeppni fór fram á laugardag en öll úrslit voru riðin á sunnudag. Gekk mótið afar vel fyrir sig undir röggsamri stjórn mótsstjóra, Randi Holaker, og þular, Ernu Sigurðardóttur, rétt um 100 skráningar voru og var keppt í fjölmörgum flokkum og greinum. Veðrið hefði raunar mátt vera betra á sunnudeginum en þá gekk …
FM2021 – fimmti dagur 11.7.
Stutt samantekt frá lokadegi Fjórðungsmóts Vesturlands: Dagurinn var helgaður A úrslitum í öllum greinum gæðingakeppninnar. Frábært veður og glæsilegar sýningar einkenndu daginn og fjöldi fólks sat í brekkunni og naut þess sem fram fór. Dagurinn byrjaði á A úrslitum í ungmennaflokki – þar var Ísólfur Ólafsson á Blæ f. Breiðholti Gbr. okkar fulltrúi og hlaut hann 7. sætið. Sigurvegari var …
FM2021 – fjórði dagur 10.7.
Laugardagurinn var helgaður kynbótahrossum fram eftir degi en þá var Landssýning kynbótahrossa. Þar máttu koma fram 10 efstu hross í hverjum flokki yfir landið eftir kynbótasýningar vorsins. Var vel mætt og sáu áhorfendur, sem voru fjölmargir, margar góðar sýningar. Veðrið lék við mótsgesti þannig að engum lá á. Seinni partinn fóru svo fram B úrslit í B og A flokkum …
FM2021 – þriðji dagur 9.7.
Stutt yfirlit frá keppni dagsins: Í dag var yfirlit kynbótahrossa og fór það fram á beinu braut aðalvallar og má finna allar niðurstöður á Worldfeng. Að lokinni yfirlitssýningu kynbótahrossa og verðlaunaveitingum hófust svo B úrslit í tölti. Í tölti T3 17 ára og yngri bar Kristín Karlsdóttir á Ómi f. Brimilsvöllum sigur úr býtum og tekur því þátt í A …
FM2021 – annar dagur 8.7.
Í dag var keppt í A flokki gæðinga og svo tölti T3 og T1 ásamt því að kynbótahross voru dæmd. Fara þau í yfirlitssýningu á morgun og kemur þá í ljós hvaða árangri þau hafa náð á þessari sýningu. Verður þeim gerð skil síðar. Í A flokki gæðinga varð Kastor frá Garðshorni og Konráð Valur Sveinsson í 3. sæti og …
FM 2021 – fyrsti dagur, 7.7.
Fjórðungsmótið hófst í morgun kl. 10. Aðstæður allar góðar og völlurinn í fínu standi og umgjörðin flott. Fyrst var forkeppni í ungmennaflokki og þar er Ísólfur Ólafsson í A úrslitum, 7. eftir forkeppni. Í b flokki gæðinga voru 10 hestar frá okkur skráðir til leiks og er Melódía f. Hjarðarholti og Elín Magnea Björnsdóttir í 3. sæti eftir forkeppni og …
Reykjavíkurmeistaramót
Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum er orðið stærsta hestaíþróttamót á landinu. Rétt tæplega 900 skráningar voru á mótinu sem staðið hefur yfir í heila viku og lauk á sunnudeginum 20. júní. Nokkrir félagar úr Borgfirðingi voru skráðir til leiks og var árangur þeirra afar góður þegar á allt er litið. Verður hér reynt að geta þeirra sem riðu A og/eða B úrslit. …