Endurnýjun rafmagns í hesthúsahverfi

Uppfært 20.8.19 Endurnýjun rafmagns í Vindási og Selási. Eins og kunnugt er er á áætlun í sumar að Rarik endurnýji allar raflagnir í götum í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Nú eru hafnar framkvæmdir við verkið og byrjað á því að leggja streng milli hverfanna. Þess verður gætt að truflun verði sem minnst eftir því sem unnt er. Þar sem grafið verður …

Bikarmót Vesturlands 24. ágúst

Bikarmót Vesturlands verður að þessu sinni haldið í Búðardal og er um leið íþróttamót Glaðs. Mótið fer fram laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Opið er fyrir skráningar til kl. 20 að kvöldi 22. ágúst. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Glaðs og á facebook síðu félagsins. Félagar í Hmf. Borgfirðingi, sem og félagar í öðrum félögum hér á Vesturlandi …

Síðsumarsgleði Borgfirðings

Síðsumargleði Borgfirðings verður haldin þann 17. ágúst að Stóra-Kroppi. Keppt verður í góðhestakeppni og kappreiðum. Grill, gleði og stuð. Keppnin hefst klukkan 14:00. Keppnisgreinar Góðhestakeppni með firmakeppnissniði Flokkar eru eftirfarandi; Pollar teymdir Pollar sem ríða sjálfir Börn 10 – 13 ára Unglingar 14 – 17 ára Konur Karlar Kappreiðar/Skráning á staðnum Skeið 150 m Skeið 250 m Brokk 300 m …

Frá heimsmeistaramóti í Berlín

Máni Hilmarsson keppti í T2 í dag og fékk 6,38 í einkunn, hefur hann því lokið keppni á mótinu þar sem einkunn dugði ekki inn í úrslitin. Er honum óskað til hamingju með þátttöku sína á mótinu. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sproti f. Innri-Skeljabrekku gerðu sér lítið fyrir í F1 og komust í A úrslit með einkunnina 7.0. Knapa Sprota …

Heimsmeistaramótið í Berlín

Einn félagi okkar, Máni Hilmarsson, er meðal keppenda í landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í Berlín sem stendur út þessa viku. Hann keppti á hryssunni Lisbet frá Borgarnesi í fjórgangi V1 í dag og hlaut einkunnina 5,80. Hann er einnig skráður til leiks í tölti T2. Eins og kunnugt er varð hann heimsmeistari í fimmgangi F1 ungmenna á síðsata móti en …

Keppendur á Íslandsmóti

Íslandsmótið er að þessu sinni haldið í Reykjavík 2.- 7. júlí. Þegar keppendalisti mótsins er skoðaður sést að Borgfirðingur á 10 keppendur sem keppa í mismörgum greinum og flokkum. Þeir eru eftirtaldir: Barnaflokkur: Kolbrún Katla Halldórsdóttir – og V2. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker -T3 og V2. Ungmennaflokkur: Gyða Helgadóttir skráð í F1, V1, T1, T2 og PP3 (gæðingaskeið) Opinn flokkur: …

Hætt við gæðingamótið

Því miður hefur orðið að taka þá  ákvörðun að fella niður gæðingamótið sem halda átti á laugardaginn. Þegar skráningarfrestur rann út höfðu einungis 18 skráningar skilað sér í hús. Því var ekki annað að gera en taka þessa ákvörðun. Hér verður ekki farið út í það að greina ástæður þess að ekki fleiri hafi áhuga á því að keppa á …

Gæðingamót – viðbót

Ákveðið hefur verið að bæta við gæðingamótið næsta laugardag einum keppnisflokki, flokki C. Hann er ætlaður byrjendum í keppni og segir svo um hann í lögum LH. „C flokkur gæðinga Knapi og hestur sem keppa í C flokki geta ekki líka keppt í A eða B flokki á sama móti. Ekki skal keppt í C flokki á Landsmótum. Þessi flokkur …

Gæðingamót Borgfirðings

Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur gæðingamót sitt laugardaginn 8. júní n.k. Reiknað er með því að mótið klárist á einum degi. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingamóts en nú verður einnig boðið upp á nýja grein, A flokk ungmennaflokks. Var samþykkt á LH þinginu í haust að bæta þeirri grein við. Eftirtaldir flokkar og greinar verða á gæðingamótinu. Barnaflokkur Unglingaflokkur A flokkur …

Af beitarmálum

Af beitarmálum: Fengist hefur undanþága til að sleppa fyrr í girðingar en samningur kveður á um. Er það vegna góðs árferðis en almennt líta girðingarnar vel út. Sleppa má í girðingarnar mánudaginn 3. júní. Þeir sem hugsa sér að nota skammbeitarhólf í hesthúshverfinu eru beðnir um að hafa samband við formann beitarnefndar Ólaf Þorgeirsson. Búið er að senda úr greiðsluseðla …