Sumar – og haustbeit, pantanir

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2019 skulu berast skriflega til beitarnefndar Borgfirðings fyrir 13. maí n.k., í netföng: dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179) sigurdur@menntaborg.is Sigurður Örn Sigurðsson (862 1378) Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit. Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 13. maí, …

Vorferð Hmf. Borgfirðings

Ferðanefnd auglýsir vorferð félagsins: Þá er komið að vorferðinni og verður hún 14. til 16. júni eins og áður hefur komið fram. Riðið verður frá Kópareykjum að Húsfelli á föstudeginum. Lagt verður af stað kl 13:12 stundvíslega. Hægt er að koma með hross að Kópareykjum kvöldið áður en það verður að vera í sambandi við Jón bónda útaf því. Á …

Heimasíða Hmf. Borgfirðings

Þá er loks komið að því að heimasíða félagsins líti dagsins ljós. Hér er ætlunin að safna saman fróðleik og fréttum úr starfi félagsins sem og úr hestamennskunni almennt ef það er talið eiga erindi til félagsmanna. Þessi síða er unnin af fyrirtækinu Netvöktun ehf í Borgarnesi. Stefnan er að birta hér fundargerðir bæði adalfunda og svo stjórnarfunda svo félagsmenn …

Firmakeppni 2019 – Niðurstöður

Firmanefnd Hmf. Borgfirðings, undir forystu Guðrúnar Fjeldsteð, stóð fyrir firmakeppni þann 1. maí á félagssvæði félagsins við Vindás. Þátttaka var með ágætum í blíðunni en lék veðrið við þátttakendur og gesti. Keppt var í tveimur flokkum polla, annars vegar var teymt undir en í hinum stjórnuðu þátttakendur sjálfir för. Í þessum flokkum eru allir sigurvegarar. Síðan var keppt í flokkum …

Kvennatölt 2019

Kvennatölt Borgfirðings í Faxaborg 17. apríl. Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings, boðið er upp á 4 flokka. Meistaraflokkur T1 (1 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar, og greitt tölt) 1.flokkur T3 ( 2 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt) 2.flokkur T7 (3 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, og frjáls hraði) …

Aðalfundur Hmf. Borgfirðings

Auglýsing um aðalfund 2018   Aðalfundur Hestamannafélagsins Borgfirðings verður haldinn í félagsheimilinu Vindási þriðjudaginn 27. nóvember n.k. Hefst hann kl. 20:30. Dagskrá aðalfundar skal vera: 1.       Fundarsetning 2.       Kjör starfsmanna fundarins 3.       Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári. 4.       Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins 5.       …

Árshátíð vestlenskra hestamanna og afmælishátíð Glaðs

Þann 17. nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra hestamanna. Undirbúningur er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er: dagsetningin er sem fyrr segir laugardagurinn 17. nóvember hátíðin verður haldin að Laugum í Sælingsdal og þar verður gisting í …

Síðsumarsgleði Borgfirðings

Síðsumargleði Borgfirðings verður haldin þann 25 ágúst að Stóra-Kroppi. Keppt verður í góðhestakeppni og kappreiðum. Grill, gleði og stuð. Keppnin hefst klukkan 14:00. KeppnisgreinarGóðhestakeppni með firmakeppnissniði Flokkar eru eftirfarandi;Pollar teymdir Pollar sem ríða sjálfir Börn 10 – 13 áraUnglingar 14 – 17 áraKonur Karlar Kappreiðar/Skráning á staðnumSkeið 150 mSkeið 250 mBrokk 300 mStökk 300 m Kræsingar mæta á svæðið með grillmat, maturinn kostar 2.500 kr …

LM2018 í Víðidal

Örfréttir af landsmóti. Í gær var sérstök forkeppni í barna – og unglingaflokki. Allir okkar keppendur stóðu sig með miklum sóma. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, á Sigurrós f. Söðulsholti, komst í milliriðil í barnaflokki en hún varð í 5. sæti. Í dag var svo forkeppni B flokki og ungmennaflokki. Bestum árangri okkar hesta í B flokki náði Þjóstur f. Hesti, setinn …

Gæðingamót Hmf. Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir landsmót Mótið verður haldið 02.júní á félagssvæði Borgfirðings við Vindás í Borgarnesi. Keppnisgreinar: A-flokkur gæðingaB-flokkur gæðingaUngmennaflokkurUnglingaflokkur BarnaflokkurPollaflokkur (engin röðun) Hmf. Borgfirðingur má senda 5 keppendur í hvern flokk á LM2018. Skráningargjald í A-flokki, B-flokki og ungmennaflokki er 4.500 kr, og í unglingaflokki og barnaflokki 3.500 kr. ekkert skráningargjald er í pollaflokki. Við viljum minna á að þátttaka …